Það er alltaf gott fyrir hundaeigendur að lesa sér til og fræðast um hunda. Þannig geta þeir lært betur á hundinn sinn, tengst þeim betur og verið betri eigandi. Upplýsingar sem eru á internetinu eru þó oft misvísandi og erfitt að vita hvaða ráðum er best að fylgja.

Þú getur treyst því að í fróðleiksmolum okkar

– Er virðing fyrir hundinum alltaf í fyrsta sæti

– Mælum við aldrei með neinu sem veldur hundinum skaða, hvort sem er andlegum eða líkamlegum – skammvinnum eða langvinnum.

– Gefum við þér valmöguleika sem þú getur valið úr eftir því sem þú telur að henti hundinum þínum best

– Fræðum við þig út frá atferli og líðan hundsins frekar en hvað er ætlast til af hundinum

– Útskýrum atferli hundsins og mögulegar ástæður bakvið hegðun hundsins

 

Hundar eru einstaklingar, þeir eru fjölbreyttir persónuleikar og engin ein aðferð virkar á þá alla. Það virkar þó alltaf að sýna þeim virðingu, skilning og samkennd – þannig þróum við samband okkar við þá og eignumst góðan félaga til frambúðar

Vonandi nýtast fróðleiksmolarnir ykkur í samskiptum ykkar við hundinn

Ef þið hafið spurningar vinsamlegast skiljið eftir komment eða sendið okkur póst á hundar@hundastefnan.is og við svörum eins fljótt og auðið er.