gudnyGuðný Rut er með BA gráðu í sálfræði og MA gráðu í ráðgefandi sálfræði en hún útskrifaðist frá Hundastefnunni sem hundaþjálfari í nóvember 2015. Hún starfar sem viðskiptastjóri hjá Gallup á Íslandi ásamt því að sinna hundaþjálfun hjá Hundastefnunni. Allt frá fyrstu tíð hefur Guðný verið áhugasöm um allt sem viðkemur hundum og hefur hún átt og fóstrað fjölmarga hunda í gegnum árin. Hún hefur farið á fjölda námskeiða og fyrirlestra sem tengjast m.a. sýningum og öllu mögulegu öðru hundatengdu. Hún nýtir sér einnig bakgrunn sinn í sálfræði við að aðstoða eigendur að leysa vandamál og/eða til þess að byggja upp betra samband við hundinn sinn. Guðný er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og býr með áströlskum fjárhundi, labrador, norskum skógarketti, maka og sex börnum á öllum aldri. Hún tekur að sér ráðgjafir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er hún með námskeið í bígerð sem nánar verða auglýst síðar.