Öll námskeið Hundastefnunar miðast að því að bæta lífsleikni hunda

Lífsleikni er skilgreint sem leikni í lífinu, að hafa góð félagsleg samskipti og hafa þau verkfæri sem þarf til að takast á við hinar fjölbreyttu atburði sem eiga sér stað í lífinu. Lífsleikni er kennd sérstaklega í grunnskólum og framhaldsskólum landsins en hún er ekki síður mikilvæg fyrir hundana okkar. Það er mikilvægt að kenna þeim meira en bara að hlýða. Það er nefninlega ekki endilega sama sem merki milli þess að vera hlýðinn hundur og að líða vel eða vera góður félagi.
Þegar við horfum á lífsleikni hunda skoðum við það sem helst skiptir máli. Jú þeir þurfa að vera leiknir í því að lifa flóknu lífi á fjölbreyttum heimilum. Þeir þurfa að vera leiknir í því að hitta ókunnuga hunda bæði innan sem utandyra. Þeir þurfa líka að vera leiknir í því að eiga samskipti við eigendur sína. Hluti af þessari lífsleikni fellur líka í hendurnar á eigandanum. Eigandinn þarf að kenna hundinum lífsleikni og gefa hundinum tækifæri til að tjá sig. Það getur eigandinn aðeins gert ef hann hefur lært að þekkja, skilja og bregðast við merkjamáli hunda. Eigandinn verður að vera meðvitaður um líðan hundsins og hvað hann getur gert til að bæta hana. Eigandinn þarf líka að vera með svokallað taummeðvitund, en í því felst að kunna að nota tauminn til að leiða hundinn í sameiginlegum göngutúrum í stað þess að nota tauminn til að stjórna eða stýra hundinum. Taumurinn á að vera lifandi lína milli eiganda og hunds en ekki dauður spotti sem sér aðeins um að aftra hundinum frá því að vera hann sjálfur.
Lífsleikni er undirstaðan að góðum heimilishundi sem veitir eiganda sínum og fjölskyldu ánægju og gleði.

Lífsleikninámskeið sem er ætlað hundum sem eru erfiðir í taum, eiga erfitt með að vera í kringum aðra hunda eða truflast auðveldlega af áreiti í göngutúrnum.  HundaHanna sér um námskeiðin á Austurlandi, en Olga Björk um námskeiðin á Höfuðborgarsvæðinu.

Leikjanámskeið sem er ætlað hundum af öllum stærðum og gerðum, óháð aldri og tegund. Eina skilyrðið er að þeir hafi gaman af samskiptum við aðra hunda. Þetta námskeið er upplagt fyrir til dæmis gotsystkini þar sem hundarnir fá að hittast, leika undir umsjón hundaþjálfara og fræðsla fyrir eigendur.  HundaHanna sér um námskeiðin á Austurlandi, en Olga Björk um námskeiðin á Höfuðborgarsvæðinu.

Hundastefnan býður einnig upp á ítarlegt nám um þjálfun, atferli og umhirðu hunda fyrir alla hundaeigendur. Námið er bóklegt og verklegt. Kennt er í 4-6 staðarlotum.
Innritun hefst haust 2014 

Meðal efnis sem farið er yfir er
Merkjamál hunda
Streita hjá hundum
Að auka lífsleikni hundsins
Hundar í fjölskyldunni
Heilsa og áhrif hennar á hegðun hundsins
Að takast á við hegðunarvandamál: Verkfærakassinn

Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum tölvupóst á
hundar@hundastefnan.is