Öll námskeið Hundastefnunar miðast að því að bæta lífsleikni hunda
Lífsleikninámskeið sem er ætlað hundum sem eru erfiðir í taum, eiga erfitt með að vera í kringum aðra hunda eða truflast auðveldlega af áreiti í göngutúrnum. HundaHanna sér um námskeiðin á Austurlandi, en Olga Björk um námskeiðin á Höfuðborgarsvæðinu.
Leikjanámskeið sem er ætlað hundum af öllum stærðum og gerðum, óháð aldri og tegund. Eina skilyrðið er að þeir hafi gaman af samskiptum við aðra hunda. Þetta námskeið er upplagt fyrir til dæmis gotsystkini þar sem hundarnir fá að hittast, leika undir umsjón hundaþjálfara og fræðsla fyrir eigendur. HundaHanna sér um námskeiðin á Austurlandi, en Olga Björk um námskeiðin á Höfuðborgarsvæðinu.
Hundastefnan býður einnig upp á ítarlegt nám um þjálfun, atferli og umhirðu hunda fyrir alla hundaeigendur. Námið er bóklegt og verklegt. Kennt er í 4-6 staðarlotum.
Innritun hefst haust 2014
Meðal efnis sem farið er yfir er
Merkjamál hunda
Streita hjá hundum
Að auka lífsleikni hundsins
Hundar í fjölskyldunni
Heilsa og áhrif hennar á hegðun hundsins
Að takast á við hegðunarvandamál: Verkfærakassinn
Skráning á námskeiðin fer fram í gegnum tölvupóst á
hundar@hundastefnan.is