Langar þig á öðruvísi námskeið, fara djúpt í atferli, þjálfun og umhirðu hunda? Viltu heyra í skemmtilegum gestakennurum og nýta þekkingu þína til að byggja upp sambandið við hunda, breyta hvernig þú hugsar til hunda og auðga líf hundsins þíns? 

Aðeins eru teknir í 10 nemar sem skapar persónulega nálgun og nægan tíma fyrir alla.

Hundastefnan býður upp á ítarlegt nám fyrir hundaeigendur sem kennt er í 4 staðarlotum. Loturnar eru byggðar þannig upp að nemendur öðlist þekkingu til að skilja og bregðast við merkjamáli hunda, aðstoða þá í erfiðum aðstæðum, hjálpa þeim ef upp koma hegðunaráskoranir og kynnist fjölbreyttum samverustundum með hundinum sínum. 

Meðal efnis sem farið er yfir er

Merkjamál hunda
Streita hjá hundum
Að auka lífsleikni hundsins
Hundar í fjölskyldunni
Heilsa og áhrif hennar á hegðun hundsins
Að takast á við hegðunarvandamál: Verkfærakassinn
Skemmtilegir gestakennarar koma í heimsókn

Námið er bæði bóklegt og verklegt. Unnið er með eigin hund(a) og unnið er sjálfstætt milli lota.

Kennt er á föstudagskvöldum (18-22), laugardaga (10-16) og sunnudaga  (10-14). Námið fer fram í húsnæði fjölskyldumiðstöðvarinnar Lygnu, Síðumúla 10. Verklegt nám fer fram utan þéttbýlis úti í náttúrunni. 

Hver lota kostar 20.000kr en boðið er upp á 5% staðgreiðsluafslátt séu allar lotur greiddar við upphaf náms.

Hægt er að sækja um styrk hjá flestum stéttarfélögum.

Allar frekari spurningar hjá hundar@hundastefnan.is