Öðruvísi námskeið fyrir þá sem vilja afslappað umhverfi þar sem þeir kynnast hundinum sínum betur og eignast jafnvel nýja vini, tvífætta sem fjórfætta.

Námskeiðið er sérstaklega….
….fyrir fólk sem á fáa „hundavini“ og hundinum þeirra vantar félagsskap
….fyrir vinafólk sem vill fara saman á námskeið og læra meira um hunda
….fyrir fólk sem vill gera eitthvað annað og öðruvísi með hundinum sínum
….fyrir ræktendur sem vilja styrkja hvolpakaupendur í uppeldinu

Námskeiðið er fjögur skipti, þar af fyrsti tími bóklegur og næstu þrír verklegir. ATHUGIÐ að verklegur hluti námskeiðsins fer fram utandyra!

Hvað lærir eigandinn á námskeiðinu?
… að þekkja, skilja og bregðast við helstu merkjum í merkjamáli hundsins
… að vita hvenær eðlilegt að hundurinn beri ábyrgðina og hvenær eigandinn þarf að aðstoða hann
… að sjá hvenær samskipti hunda eru eðlileg og hvenær þau fara yfir mörk hundsins

Hvað lærir hundurinn á námskeiðinu?
…. að treysta eiganda sínum
…. að skilja aðra hunda og eiga í eðlilegum samskiptum við þá
… hann æfir sig í merkjamálinu
… hann eignast nýja vini
… að eigandinn skilur þegar hann er búinn að fá nóg og hjálpar honum í erfiðum aðstæðum.

Farið er í fræðslugöngur þar sem hundarnir eru lausir og eiga frjáls samskipti undir vökulum augum eigenda og þjálfara. Hundaþjálfarar eru alltaf tveir á námskeiðinu þannig að allir fá næga athygli og tíma. Hver tími er 30-60mínútur.

HÁMARK fjórir hundar í hverjum hóp!
Aldur, kyn eða tegund á hundi skiptir engu máli. Lóðatíkur því miður ekki velkomnar af skiljanlegum ástæðum.

Eina skilyrðið er að hundurinn sé góður með öðrum hundum og hafi ekki sýnt árásargirni eða ofsa hræðslu gagnvart öðrum hundum. Ef hundurinn þinn á við slíkt að stríða, hentar lífsleikninámskeið honum betur.

Sæktu um á námskeiðið með því að smella hér