Langar þig að bæta sambandið við hundinn þinn, gera eitthvað nýtt og öðruvísi eða fræðast um hunda?
Í þessari ráðgjöf kennum við merkjamál hunda, streitumerki, skemmtilega leiki og förum í gegnum taummeðhöndlun. Ráðgjöfin fer fram á heimili hundsins og tekur 2klst. Henni fylgja fræðslugögn og yfirlit í tölvupósti að ráðgjöf lokinni.
Hvernig virkar ráðgjöfin?
- Þú (eða hundurinn) sendir inn beiðni um ráðgjöf (sjá neðst) með því að svara spurningarlistanum. Við verðum svo í sambandi við þig þar sem við finnum tíma sem hentar að fá okkur í heimsókn.
- Hundaþjálfari frá Hundastefnunni kemur heim til ykkar, fer yfir það sem þið viljið læra/breyta/bæta og
- Þú færð sendan tölvupóst með punktum úr heimsókninni 1-3 dögum eftir ráðgjöfina þar sem farið er yfir þau ráð sem komu fram í ráðgjöfinni. Ef nánari útskýringa er þörf er sjálfsagt að hringja í hundaþjálfarann sem kom til þín og eiga við hann stutt spjall.
- Okkur finnst alltaf gaman að fá fréttir af viðskiptavinum okkar svo að endilega sendu okkur línu og láttu vita hvernig gengur!
Hafir þú eða hundurinn þinn þörf á slíkri ráðgjöf hvetjum við ykkur eindregið til að senda póst á hjalp@hundastefnan.is
Ráðgjöfin kostar: 15.000kr m/vsk