Hjá hundastefnunni starfa 14 færir hundaþjálfarar sem hafa víðtæka reynslu úr hundaheiminum. Hundaþjálfararnir hafa svipaðann menntabakgrunn og starfa því saman undir formerkjum Hundastefnunnar. Hundaþjálfarar Hundastefnunar starfa eftir einkunnarorðunum Virðing – Lífsleikni – Ábyrgð

Virðing
Við berum virðingu fyrir bæði eiganda og hundi. Við virðum skoðanir og ákvarðanir eiganda. Við setjum þarfir og öryggi hunda alltaf í fyrsta sæti.

Lífsleikni
Við kennum eiganda og hundi lífsleikni sem þeir þurfa til að lifa samstilltu lífi saman sem félagar. Við aðstoðum eigandann við að styðja hundinn sinn í að verða rólegur og góður heimilisvinur.

Ábyrgð
Við hjálpum eigandanum að átta sig á því hvenær er viðeigandi að hundurinn beri ábyrgðina og hvenær það er viðeigandi að eigandi stígi inni og taki ábyrgðina af herðum hundsins. Við gerum eigendum grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart hundinum, fjölskyldu sinni sem og samfélaginu öllu.