Ína Sigrún stundar líffræðinám við Háskóla Íslands. Meðfram námi starfar hún sem hundaþjálfari og í vaktavinnu á sambýli. Hún lærði hundaþjálfun hjá Hundastefnunni og útskrifaðist í nóvember 2015.
Ína Sigrún er áhugasamur hundaeigandi sem ákvað að gera áhugamálið að hlutastarfi og hjálpa öðrum hundaeigendum.

Ína þjónustar Akranes og nágrenni fyrir hönd Hundastefnunnar. Hún sér um ráðgjafir ásamt því að halda taumgöngunámskeið og leikjanámskeið.

Ef þú vilt hafa samband við Ínu, sendu henni þá póst á ina@hundastefnan.is

inasigrun

inasigrun2