Jóhanna er með BA-próf í Uppeldis-og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún býr nú á Djúpavogi ásamt maka, þremur börnum og tveimur hundum. Hún er þar að auki hobby-bóndi með 30 hænur og 5 endur. Jóhanna hefur sinnt atferlismati fyrir Haust – Heilbrigðiseftirlit Austurlands.
Í febrúar 2011 lauk hún 14 mánaða námi frá Sheila Harper International Dog behavior and Training School
Hún hefur setið ýmis námskeið og fyrirlestra auk þess að klára Foundation Course í clickerþjálfun frá Karen Pryor Academy.
Frá árinu 2010 starfaði Jóhanna sem hundaþjálfari undir nafninu HundaHanna. Jóhanna hefur einnig starfað hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti sem aðstoðarmaður dýralæknis í 16 mánuði.
Þar á undan starfaði hún í 2 ár meðfram háskólanámi á hundaleikskólanum Voffaborg og aðstoðaði Moniku Karlsdóttur og Rúnar Tryggvason í klikkernámskeiðum.