líney3Líney er með BA-gráðu í uppeldis-og menntunarfræðum og kennsluréttindi. Hún starfar sem grunnskólakennari í Hafnarfirði meðfram því að þjálfa, rækta og snyrta hunda. Líney eignaðist sinn fyrsta hund árið 1987 en árið 2004 snéri hún sér að ræktun dvergschnauzer hunda og hefur því ræktað í 11 ár með góðum árangri. Líney hefur farið á fjölmörg námskeið með hundana sína (hefðbundin) sem og fyrirlestra og ítarlegri námskeið á vegum Hundaræktarfélags Íslands. Hún sér um hvolpanámskeiðin okkar og hefur sérhæft sig í hvolpauppeldi. Líney tekur einnig að sér ráðgjöf, hvort sem hvolparáðgjöf eða atferlisráðgjöf. Netfangið hennar er liney@hundastefnan.is

líney2