Olga Björk er fædd og uppalin á Siglufirði en býr nú í Vogum Vatnsleysuströnd ásamt eiginmanni og tveimur sonum.
Hún á tvo hunda: Dverg Schnauzerinn Pésa (fæddur 2012) og Rhodesian Ridgebackinn Pardus (fæddur 2012). Olga á líka kisuna Bósa (fæddur 2000).

Hún hefur víðtæka þekkingu og reynslu í samskiptum hunda og eigenda þeirra. Einnig hefur hún unnið mikið með stóra hunda (sem í daglegu tali nefnast vígahundar)

Hundaferill Olgu hófst formlega 2001 þegar hún fór á sitt fyrsta hundanámskeið og þá varð ekki aftur snúið. Hún hefur sótt ýmis námskeið hérlendis sem og erlendis.

Helstu námskeið/fyrirlestrar sem Olga hefur farið á eru eftirfarandi
Grunnnámskeið í hlýðni á vegum HRFÍ
Grunnnámskeið hjá Gallerý Voff
Fyrirlestur hjá Turid Rugaas hér á Íslandi
Grunnnámskeið í klikkerþjálfun
Summer Camp Turid í Noregi sumarið 2004
International Dog Behaviour and Training (IDBTS) at Sheila Harper útskrift 2011
Framhaldsnámskeið hjá Sheila Harper (On Lead Aggression part 1 og 2)
Farið á ýmsa fyrirlestra hjá HRFÍ
Er í framkvæmdarnefnd HRFÍ

Olga lærði Líffræði til BS gráðu í Háskóla Íslands og aðstoðaði einnig í gæludýraversluninni Trítla. Þar á undan vann hún við ummönnun katta í Kattholti.
Hún hefur einnig tekið hunda tímabundið í fóstur vegna hegðunarvandamála eins og alvarleg árásarhneigð gagnvart fólki eða öðrum hundum,alvarleg streituvandamál eða alvarleg hegðunarvandamál tengdir mat. Olga hefur náð miklum árangri í starfi sínu með hundum
enda afskaplega fær í að þekkja, skilja og bregðast við hegðun og líðan hundsins.