Stella Sólveig starfar sem tamingamaður og þjálfari á hrossum á bænum Strandarhöfði í Vestur-Landeyjum ásamt því að stunda búskap með kindur og hænur. Stella útskrifaðist sem hundaþjálfari á vegum Hundastefnunnar í Nóvember 2015.
Á hennar heimili eru sex hundar, fjórir miniature pinscher (Lexy, Skutla, Athos og Váli) og tveir rottweiler hundar (Karma og Cezar). Stella Sólveig hefur einnig á Doberman hunda sem og chihuahua.
Stella hefur í gegnum tíðina sótt ýmis námskeið á vegum Hrfí, hvort sem við kemur sýningum, hundafimi eða öðru. Einnig hefur hún sótt ýmis önnur grunnnámskeið og hlýðninámskeið hjá öðrum hundaþjálfurum.
Stella er nýverið farin að rækta miniature pinscher með góðum sýningar árangri. Hún leggur mikið uppúr góðum aðbúnaði, lágmarks streitu, jákvæðri umhverfisþjálfun og góðri umhirðu hvolpanna.

Stella sinnir ráðgjöfum fyrir hönd Hundastefnunnar á Suðurlandi.

Ef þú vilt hafa beint samband við Stellu sendu henni þá póst á stella@hundastefnan.is

stella2

stella